föstudagur, 7. mars 2003

FG - MR í MORFÍS

FG og MR áttust við í undanúrslitum ræðukeppni framhaldskólannna, MORFÍS í gær. Þetta var ágætis keppni en síðasta ræða FG var ömurleg. Hún var bara eitthvað skítkast sem kom málinu ekki rassgat við. Það er í lagi að segja "hættu að tala um mömmu þína" eða eitthvað svoleiðis saklaust en síðasti ræðumaður kom með rosalegt skítkast á móður Tómasar Pajdak sem hann þekkir ekkert og þetta kom umræðuefninu heldur ekkert við. FG-ingar voru þó ágætir inn á milli en reyndu lítið að verja sinn málstað: með Íslendingnum. MR vann og Jói var eins og venjulega ræðumaður kvöldsins. Þannig að MR-liðið er komið í úrslit MORFÍS og mætir þar FB eða Versló. Ég tel nokkuð góðar líkur á að þeir vinni MORFÍS. Magnað.

Q. e. d.