þriðjudagur, 4. mars 2003

Veðurguðirnir í stuði

Það var sól og gott veður í gær og margir héldu að vorið væri komið. En það sama var alldeilis ekki uppi á teningnum í dag. Það hefur verið bölvað rok og bítandi kuldi. Það er einmitt á svoleiðis dögum sem maður lendir í Tjarnarhlaupinu sívinsæla í íþróttum. Ég hljóp 2400 metrana í dag á 11:30 og auðvitað kenni ég kulda og roki um að ég náði ekki betri tíma. Svo er bara að bíða og sjá hvað veðurguðirnir bjóða okkur upp á á morgun. Já, já. Svo er orðið tímabært að huga að vinnumálum fyrir sumarið. Ég er búinn að sækja um á þremur stöðum sem er mjög gott. Óneitanlegur ferskleiki svífur yfir vötnum.