miðvikudagur, 19. mars 2003

Stríð yfirvofandi

Bandaríkjamenn eru að fara í stríð gegn Írak. Þeir hafa beðið Saddam Hussein að afvopnast og hafa sig úr landi með sitt hafurtask en hann neitar. Þar mætast stálin stinn. Stríðið mun líklega hefjast aðra nótt nema svo ólíklega vilji til að Saddam verði við kröfunum. Það er erfitt að sjá einhvern ljósan punkt við þetta allt saman. Með George Bush í fararbroddi munu Bandaríkjamenn drepa fjölda saklausra borgara. Saddam er ekki beinlínis að gera góða hluti sem einræðisherra í Írak en það gefur Bandaríkjamönnum ekkert leyfi til að taka sér völd sem einhvurskonar alheimslögregla. Þeir halda að þeir geti vaðið yfir allt og alla í krafti stærðar sinnar og herstyrks. Og peningarnir sem þeir leggja í þetta eru gríðarmiklir: ráðgert er að farið verði fram á jafngildi sjöþúsund milljarða króna til að standa straum af stríðsrekstri. Þvílík heimska. Það er ljóst að þeim peningum væri betur varið í hjálparstarf. Og íslensk stjórnvöld styðja stríð þrátt fyrir að 90% þjóðarinnnar séu á móti. Stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig er hins vegar á móti. Ég hvet alla til að mæta á mótmælin sem fara fram á morgun klukkan 17:30 á Lækjartorgi.