Megasartónleikar
Megas, eða Gassi eins og gárungarnir kalla hann, hélt tónleika á sal Menntaskólans í gærkvöldi. Ég lét mig ekki vanta. Miðaverð var 500 kr. og svo var boðið upp á hnausþykkt Lion Bar. Karlinn var að sjálfsögðu í banastuði og lék við hvurn sinn fingur. Hann tók magnaðar raddsveiflur við og við í lögunum. Helsta vandamálið var að heyra orðaskil hjá karli þegar hann var að syngja. Stundum náði maður bar svona einu og einu orði. En hressleikinn réði ríkjum og þá sérstaklega þegar hann tók "Spáðu í mig" og "Fatlafól" í lokin. Þá ætlaði þakið að rifna af húsinu, slík var stemningin og allir sungu með í laginu "Fatlafól". Það er líka magnaður texti í einu laginu: "ég á mér tröð, ég á mér tröð, ég á mér maaartröð".
Einkunn: fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
miðvikudagur, 5. mars 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|