Símasölumenn
Ef það er eitthvað sem þykir töff í dag þá eru það símasölumenn. Þeir hringja í fólk, helst á kvöldmatartíma, til þess að reyna að selja eitthvað djöfulsins drasl. Viðbrögð fólks eru gjarnan neikvæð í meira lagi, a.m.k. á mínu heimili. Mamma er sérfræðingur í neikvæðum viðbrögðum við símasölumenn. Áðan hringdi t.d. síminn og systir mín svaraði. Spurt var um pabba en hann er ekki heima og þá vildi viðkomandi tala við mömmu. Í ljós kom að þetta var sölumaður. Hann var að kynna einhverja fjarkennsludiska. Viðbrögð mömmu voru: "og hvað hef ég að gera með það?" í höstum tón. Þá varð sölumaðurinn eitthvað vandræðalegur og símtalinu lauk mjög snögglega. En algengast er samt að móðir mín segi við sölumenn þegar þeir hafa rétt svo náð að segja: "Góða kvöldið. Ég er hérna að kynna..." og þá grípur mamma fram í: "Þú ert að sóa bæði mínum tíma og þínum" og þá lýkur símtölunum alltaf mjög fljótt. Þannig að móðir mín er sérfræðingur í að losna fljótt og örugglega við símasölumenn. Þetta er ástæðan fyrir því að það þykir mjög töff að vera símasölumaður í dag. Þeir þurfa að takast á við fólk sem lætur öllum illum látum til að losna við þá. Verkefni þeirra er að angra fólk á matmálstímum. Það má teljast heppni ef þeir hringja ekki þegar fólk er að gæða sér á jólasteikinni.
Lokaniðurstaða: Símasölumenn eru ömurlegir.
Q. e. d.
mánudagur, 24. mars 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|