Íslensk sambasveifla
Enn eina ferðina skitu Íslendingar á sig á knattspyrnuvellinum. Þeir töpuðu fyrir Skotum í gær 2:1 og þar með eru lítil von til að þeir komist á EM. Það eru alltaf rosalegar væntingar fyrir fram en svo fer allt í bál og brand. Og mér finnst eðlilegt að það séu gerðar væntingar til liðsins því nógur er mannskapurinn. Það er ekki eins og það vanti góða leikmenn. Þeir klúðra bara alltaf þegar á hólminn er komið. Svo kemur alltaf sama bullið eftir klúður landsliðsins: "Við erum nú svo fámenn þjóð. Það er nú varla hægt að gera miklar kröfur til landsliðsins". Og þetta kemur frá þeim sömu og höfðu gert miklar væntingar. Og svo var þetta auðvitað óheppni líka. Vonandi fer þetta landslið að drullast við að gera eitthvað af viti og helst eiga þeir að komast í næstu heimsmeistarakeppni.
sunnudagur, 30. mars 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|