þriðjudagur, 11. mars 2003

Hálfviti

Í gær var ég hálfviti. Ég fór á Salatbar Eika og keypti súpu og brauð fyrir 600 krónur. Það er augljóslega allt of mikið fyrir eina skál af sveppasúpu og lítinn brauðenda. Það má víst fá sér ótakmarkaðar áfyllingar ef keypt er súpa en ég hafði engann tíma til þess þar sem frímínúturnar voru að verða búnar. Ég hélt að þær væru nýbyrjaðar, en nei, það voru tíu mínútur eftir og helvítis Salatbarinn stórgræddi á mér. En ég mun hefna mín og græða á þeim seinna. Bíðið bara.