föstudagur, 14. mars 2003

Illa innrættar mæður

Um daginn skoðaði ég myndaalbúm fjölskyldunnar í fyrsta skipti í langann tíma. Þar sá ég að ég var alltaf klæddur eins og fífl þegar ég var lítill. Þegar ég var lítill valdi mamma líka alltaf fötin á mig. Það nýtti hún sér óspart sér til skemmtunar. Hún valdi alltaf einhverja forljóta garma á mig til þess eins að geta síðan hlegið að mér þegar ég heyrði ekki til. Svo gat hún hringt í ömmu og sagt: " Þú hefðir átt að sjá hvað ég lét drenginn ver í ljótum fötum í dag. Það var ógeðslega fyndið." Og svo hlógu þær mæðgur saman að þessu. Svo voru líka nokkrar myndir af mér á brókinni. Það var örugglega bara út af því að ég vildi ekki vera á helvítis görmunum sem mamma hafð valið á mig. En nú heyrir þetta sögunni til og ég vel mína garma sjálfur.