Boris drekka.
Sumir óskapast yfir því að einhver moldríkur Rússi hafi keypt knattspyrnuliðið Chelsea. Ég sé ekki að það sé neitt slæmt. Skuldirnar greiddar upp og hellings fjármagn í nýja leikmenn. Það verður gaman að sjá hvaða menn liðið kaupir og sjá hvort kaup á rándýrum stórstjörnum skili sér í bættum árangri liðsins. Þeir hafa einmitt verið duglegir að punga út vænum fúlgum fjár fyrir stórstjörnur, en það hefur alls ekki skilað sínu. Bara vonandi að Eiður Smári verði fastamaður í byrjunarliði Chelsea á næstu leiktíð og raði inn mörkunum. Ég vil endilega að Liverpool fái harða samkeppni um titilinn á næstu leiktíð, en nú er komið að því að bikarinn komi á Anfield Road. Ég er samt ekki alveg sáttur við að Liverpool kaupi Harry Kewell, ég hefði frekar viljað David Dunn en það þýðir ekki að deila við Houllier knattspyrnustjóra.
fimmtudagur, 3. júlí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|