miðvikudagur, 23. júlí 2003

Skrýtinn heimur

Hvernig stendur á því að valdamesti maður heims (Bush Bandaríkjaforseti) er stríðsóður fæðingarhálfviti? Hann er án alls vafa með fleiri líf á samviskunni en Saddam Hussein og synir hans með stríðsrekstri sínum. Svo er ríkisstjórn Íslands lítið annað en strengjabrúður Bush og stjórnar hans.

Sjálfstæðismenn eru búnir að grafa eitthvað upp um Þórólf Árnason borgarstjóra. Hann er skotspónn þeirra vegna meintrar aðildar hans að verðsamráði olíufélagannna. Ég trúi ekki þessu bulli þeirra. Þetta er bara dæmi um málefnafátækt þeirra. Svipað og þegar þeir reyndu að grafa eitthvað upp um Hrannar og Helga Hjörvar. Ég held að Þórólfur sé úrvalsmaður. Það er ekkert hægt að kvarta undan honum sem borgarstjóra.