föstudagur, 11. júlí 2003

Kim Larsen og danskar fyllibittur

Kim Larsen er mjög góður tónlistarmaður (ekki grín. Hann er að gera góða hluti). Ég sá hann spila í Danmörku. Það er mikið af fyllibittum í Danmörku, sem oft á tíðum eru mjög hressar. Ein þeirra veifaði mér og röflaði eitthvað óskiljanlegt þegar ég var þar. En Danmörk er fínt land og spurning hvort maður flytur ekki bara þangað í nokkur ár eftir menntaskóla og fer í háskóla þar. Það væri ekki vitlaust. Rosaleg gúrkutíð er alltaf í fréttunum á sumrin. Áðan horfði ég á sjónvarpsfréttir í fyrsta sinn í langan tíma og ein fréttin var um blettótta belju og önnur var um eitthvað enn ómerkilegra sem ég man ekki hvað var. Björn Friðrik frændi sagði heldur ekkert merkilegt í íþróttafréttunum. Bara gúrkutíð. Þeir gætu alveg sagt fréttir bara annan hvern dag yfir sumartímann.

Audioslave eru að gera góða hluti. Svo þarf ég að fara að hlusta á Mars Volta. Ég keypti diskinn þeirra um daginn.