Dr. Sívertsen
"Þetta var drungalegur haustdagur. Dr. Sívertsen hafði nýlokið við að þróa nýjar kjötbollur sem áttu að stöðva öldrun. Hann prófaði þær á tilraunadýri sínu og hló illkvitnislega."
Svona hljómar byrjunin á nýrri vísindaskáldsögu. Eða ekki.
Vinnudagurinn í dag var ágætur. En Ólafur Þórisson lét okkur vinna ókristilega mikið í dag. Einn mánudag fyrir skömmu lét hann okkur vinna enn meira. Afköstin hafa verið gríðarleg. Það er mjög gaman að aka um bæinn og sjá fagurgrænar, vel slegnar umferðareyjur og minnast þess að þetta sló maður sjálfur. Gaman að sjá hvað maður er farinn að hafa mikil áhrif á útlit borgarinnar. Maður fyllist stolti. Þetta var nú meira bullið.
Í gær kom einhver klikkuð kerling, sem lét eins og hún væri verkstjórinn okkar, og sagði okkur að slá hitt og þetta. Við gerðum eins og hún sagði. En þegar við vorum búin að slá og taka mest allt grasið og setja í poka sagði hún okkur að sópa stéttina líka því: "þetta er verra en ógert" eins og hún orðaði það svo skemmtilega. Við reyndum að útskýra fyrir henni að við værum sláttuhópur og sópuðum ekki. Hún hótaði öllu illu og ætlaði að hringja og kvarta, svo það endaði með því að við sópuðum líka. Svo áttum við að hafa keyrt yfir blómin hennar og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta var skemmtilegt.
Á meðan á öllu þessu stendur er Andrés Þorleifsson bara staddur í Þýskalandi í fóstri hjá einhverri Suður-Afrískri fjölskyldu. Hann er örugglega bara blindfullur núna. Það mætti segja mér það, á einhverju torgi í Munchen. Nei nei. Svo er hann að fá 18 evrur á dag þarna fyrir að gera ekki neitt. Þetta er auðvitað skandall. Ég fékk útborgað í gær og það var varla upp í nös á ketti.
miðvikudagur, 2. júlí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|