Verra en ógeð
Nýtt og "betra" Fanta er verra en ógeð. Það er ekki bjóðandi saklausu fólki. Sjálfsagt er einnig að nefna að þjóðhátíðardrykkurinn Eldgos er ódrekkandi sull. Mountain Dew er eina sem virkar eða Egils appelsínið eina sanna. Annars er maður lítið í gosinu.
Ákveðinn maður í vinnuhópnum lét mig gera mig að fífli í dag þegar hann sagði mér að einhver Klaus hefði spurt um mig. Það var þannig að hópur fólks var staddur rétt hjá þar sem við vorum að vinna að taka upp auglýsingu fyrir danskan banka (Það veit enginn hvað þeir eru að gera í íbúðahverfi í Breiðholti að taka upp danska auglýsingu). Þessi ákveðni samstarfsmaður kom síðan til mín þar sem ég var að slá og sagði mér að einhver Klaus þarna hefði spurt um strákinn á orfinu (það var ég í þessu tilfelli). Ég trúði þessu eins og nýju neti því ekki fór ég nú að trúa saklausum vinnufélaga til að gera mér grikk. Svo fór ég að athuga með þetta. Fyrst stóð ég á tökustaðnum eins og hálfviti og allir horfðu á mig. Ég var að athuga hvort umræddur Klaus kæmi ekki til að koma máli sínu á framfæri. Ekki kom hann. Þá fór ég og spurði einhvern þarna í á upptökustaðnum hvar þessi Klaus væri sem hefði spurt um mig. Ég fékk svarið: "Ha, það er enginn Klaus hérna, þú hefur eitthvað verið gabbaður núna". Það er gefið að ég þarf að upphugsa einhvern góðan grikk til að hefna mín á samstarfsmanninum og góðar hugmyndir eru að sjálfsögðu vel þegnar.
fimmtudagur, 17. júlí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|