þriðjudagur, 29. júlí 2003

Liverpool-Arsenal

Liverpool keppti við Arsenal í dag og tapaði 1-2. Ég sá fyrri tvö mörkin. Fyrra mark Arsenal kom eftir óréttmæta aukaspyrnu. Liverpool voru töluvert betri og sóttu linnulaust allan tímann sem ég horfði. En ekki gátu þeir drullað boltanum í netið nema einu sinni. Pressan eykst á Houllier. Tveir tapleikir í röð.