fimmtudagur, 31. júlí 2003

Miðagrín og kerrugrín

Það er vinsælt í vinnunni að taka miðagrín í bakaríinu í Mjóddinni. Alltaf hressandi. En það er alveg sama.

Ég mun ekki leggja land undir fót um Verslunarmannahelgina (eða versló eins og sumir kjósa að kalla hana. En það er ljótt og minnir ískyggilega mikið á ógeðfelldan skóla hér í bæ). Bara miðinn á Eyjar er 8500 kall og í Galtalæk 6 eða 7 þúsund. Ólöglegt verðsamráð? Eða verðgrín? Gæti verið. En það kostar ekkert á Akureyri. Ég verð í Reykjavík. Ekki hef ég fengið mér miða á Innipúkann svo líklega sleppir maður honum. Geitungar hafa leikið margan góðan drenginn grátt síðustu daga. Í dag hékk einn stærðar geitungur utan í mér í lengri tíma og var ekki fáanlegur til að fara þrátt fyrir að ég gerði honum ljóst að nærveru hans væri ekki óskað. Um daginn sló ég með orfi í tvö geitungabú. Geitungarnir fóru þá á stjá í tugatali og einn fór inn á dreng í hópnum og stakk hann. Ekki hressandi fyrir drenginn, það.

Ég fékk endurgreiðslu frá skattinum.

Bara út á kantinn og inn á miðjuna félagi.