þriðjudagur, 1. apríl 2003

Gríðarleg sveifla

Gríðarleg sveifla ræður ríkjum. Kosningabaráttan komin á fullt. Margir frambjóðendur gáfu nammi í dag með það í huga að kaupa atkvæði. Mitt atkvæði verður ekki keypt með sælgæti. Svo mikið er víst. Veggir MR eru veggfóðraðir með kosningaauglýsingum. Kosningablaðið kom í dag. Þar var grein eftir mig en ekki myndin sem ég hafði látið þau hafa heldur mynd úr Sveinbjörgu af Skólafélagssíðunni. Á morgun kl.19 er svo kosningafundur í ráðhúsinu þar sem frambjóðenddum gefst færi á að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Það er allt gott og blessað. Best að ég fari að semja hressandi ræðu fyrir fundinn.