fimmtudagur, 5. febrúar 2004

Auglýsinsgarýni Henriks


Það er fimmtudagur og tími fyrir auglýsingarýni Henrix.
(Stef hefst.)
(Stef endar.)

Komið þið sæl. Íslenskar auglýsingar eru ömurlegar. Nú kann fólk að segja: „Vertu ekkert að alhæfa neitt góurinn.“

Í dag verður litið á nokkrar sjónvarpsauglýsingar.
Fyrst er eilítil kynning á einkunnagjöf. Gefið verður í eldfjöllum.

Klukkan 17:57 settist rýnirinn ákafur í leðursófann og beið eftir auglýsingum, en Nágrannar voru rétt að enda. Eftir Idolauglýsingu kom kynning á dagskrá Stöðvar 2. Sorglegt. Þrjú mínuseldfjöll.

Klukkan 18:28 sama kvöld. Skjár einn.

Grand Vitara auglýsing frá Suzuki. Ekkert merkilegt. Bíll að keyra í snjó. Hálft eldfjall.

Auglýsing veitingastaðarins Galileó. Flott sjónarhorn og lýsing. Engu að síður stutt og ómerkilegt. Myndi ekki fara vegna auglýsingarinnar. 0 eldfjöll.

Mitsubishi motors. Náungi sem er að drekka jógúrt er tekinn upp í bíl. Ung kona er við stýrið og göturnar breytast í rússíbana. Hann fer út úr bílnum og lítur á höndina á sér. Gæsahúð myndast. Plebbalegt. Eitt eldfjall.

Stöð 2.
Séð og heyrt auglýsing. Virkilega illa gerð og athygli minni var beint annað. Ljótur bakgrunnur. Samt skárri en allsberi kallin að hlaupa (sem var síðasta Séð og heyrt auglýsing). Mínus tvö eldfjöll og mínus óvirkt eldfjall.

10-11. Sungið er lag um 10-11 á meðan sýndar eru myndir úr búðinni. Algjörlega ofspilað lag og ósmekklegt. Mínus eitt eldfjall sem gýs.

„Þá verður þetta ekki lengra hjá okkur í dag. Takk fyrir“ (Sigurður H. Richter).