þriðjudagur, 24. febrúar 2004

Stjórnendur Menntaskólans eru harðir í horn að taka

Þeir kalla ekki allt ömmu sína, starfsmenn MR. Þeir byrjuðu á því að loka fyrir aðgang nemenda að tenglasafninu batman.is í tölvum skólans. En þeir hafa ekki látið það duga því nú komast nemendur heldur ekki inn á þýðingarvélina babelfish úr tölvum skólans. Þá kemur bara "Bad gateway, félagi".

Þetta snýst allt um að kunna á kerfið. Það er nóg til af öðrum þýðingarvélum, en best að segja sem minnst um það.