þriðjudagur, 10. febrúar 2004

Ekkert helvítis guacamolekjaftæði

Ég fór í klippingu áðan. Ég hef prófað ýmsar stofur. Best var án vafa stofan hjá Halla Hinna á Skaganum og föður hans. Það kemur fyrir að algjörir fúskarar vinna á svona stofum sem kunna ekki að klippa. Síðast þegar ég fór í klippingu var klippingin góð. En það var hálfviti sem klippti mig í það skiptið. Hann var hress, en hálfviti. Hann lét spurningunum rigna yfir mig og sagði m.a. "Það er allt rosalega dýrt hérna á Íslandi. Hvað gerir þú svona til þess að spara? svona eins og með skemmtun, getur þú fundið einhverja ódýra skemmtun?". Ég man ekki hverju ég svaraði. Bara einhverju "jájá, bara ferskur" eða einhverju viðlíka til að reyna að losna undan spurningaflóðinu. Hann spurði líka hvar ég ætti heima. Ég svaraði því en það hefði ég ekki átt að gera því þá fylgdi bara flóð af spurningum um hvort ég þekkti hina og þessa hér í Seljahverfinu. Spurningarnar voru flestar mjög heimskulegar. En svo kom hann með reikninginn, 3000 kall. Mér finnst það ansi mikið fyrir klippingu, sérstaklega þegar hálfviti klippir mann og er búinn að mann spyrja út í sparnað. Þegar maður fer í klippingu, þá er það ekki til þess að fara að spjalla um heima og geima heldur til þess að fá sína klippingu. Það er allt í lagi að klipparinn spjalli eitthvað við mann en svona spurningaflóð er ég ekki að fíla. Það var svona eins og hann væri gamall kunningi og forvitnaðist um allan fjandann sem kom honum bara ekkert við. Svo lánaði hann mér risastór tískublöð sem vöktu alls ekki áhuga. Hann hefur kannski haldið að ég væri Svavar Örn tískulögga. Hvað veit ég? Ég er allavega ekki að fíla svona lagað og mun ekki láta sjá mig á þessari klippingarstofu aftur.

Þessi títtnefndi klippari heldur kannski að það sé lykillinn að góðum viðskiptum að þekkja alla kúnnana rosalega vel. Ég efast um að það sé lykillinn að bisniss í hárskeraheiminum.

Ég var hins vegar sáttur við klippinguna í dag og klipparann líka. Fínn tappi maður.