laugardagur, 28. febrúar 2004

Benjamín dúfa og Gaudeamus Igitur

Benjamín dúfa er ein af betri íslenskum myndum.

Ég er hjartanlega sammála Stefáni Pálssyni um að Gaudeamus Igitur er hundleiðinlegur söngur sem ætti að hætta með á Gettu betur og MORFÍS keppnum. Stefán færir ágætis rök fyrir þessu á síðu sinni og er ég sammála þeim öllum. Róðrafélagið ætti að fara að semja nýja söngva og fá aðra nemendur skólans í lið með sér. Ég hef aldrei fundið þessa MR samkennd sem á að fást í Gaudanum heldur bara liðið eins og bjána þegar hann er sunginn.