laugardagur, 14. febrúar 2004

Áttu nokkuð suðusúkkulaði?

Vorhléð stendur yfir núna. Ég var ekki sáttur við að koma út af ballinu með æluslettu á jakkafötunum sem ég vissi ekkert hvaðan hafði komið. Hún var allavega ekki mín eign. Ég skemmti mér bara nokkuð vel á árshátíðinni en var of drukkinn. Ég ætlaði aðeins að leggja mig á borði á Broadway en þá kom einhver húsvarðarandskoti og pikkaði í mig. Ég var alls ekki á leiðinni í dauðaherbergið því það er svarinn óvinur. Nóg um það.

Í gær fór ég á Old West. Ég hef ekkert nema gott um þann stað að segja. Ljómandi góður hamborgari sem ég át. Reyndar var eitt athyglisvert á staðnum sem ég sá þegar ég ætlaði á klósettið. Á klósetthurðinni var skilti sem á stóð að ókeypis væri að fara á klósettið EN það kostaði fimm krónur að fá sápu og heitt vatn í vaskinn. Afar athyglisvert.

Ég drakk ansi mikið á fimmtudagskvöldið.

Ég fór á Big Fish í gær. Það er fróðleg mynd og ekki hefðbundin. Nokkuð skemmtileg. Um daginn fór ég á 21 Grams og það er góð mynd líka. Ég horfði á Svínasúpuna og hún var bara mjög góð. Samt eitt eða tvö alveg mislukkuð atriði. Pétur ding dong er langbestur í Svínasúpunni. Skemmtilegt atriðið með soninn sem leit út eins og afi og borðaði sand í sandkassa. Enn fremur horfði ég á alla "Hegðun, atferli, framkoma" þætti Tvíhöfða á DVD. Ég var næstum því kafnaður úr hlátri yfir þættinum um lygafíkilinn. Kúkur í lauginni er líka magnaður þáttur sem og þátturinn um buxnasölumanninn. Allt snilld. Ég held að þetta sé besta gamanefni sem sést hefur í íslensku sjónvarpi.