laugardagur, 28. febrúar 2004

Harður strætóbílstjóri

Í strætó áðan varð ég í fyrsta sinn vitni að því að strætóbílstjóri beitti hörku. Drengur nokkur sem æfir Taekwondo og var að vinna á bækistöðinni í sumar sat í aftursætinu og var með lappirnar uppi í sætinu. Strætóbílstjórinn kallaði þá í kallkerfið (ég vissi ekki að það væri kallkerfi í strætó fyrr en núna) "Þú þarna sem situr í aftursætinu, niður á gólf með lappirnar!". Drengurinn var gjörsamlega í eigin hugarheimi og tók ekkert eftir þessu þrátt fyrir að vel hefði heyrst í bílstjóranum. Bílstjórinn stoppaði því strætó úti í kanti og kom foxillur aftur í og spurði drenginn hvort hann hefði ekki heyrt í honum og sagði honum aftur að hafa lappirnar niðri, ýtti síðan löppum drengsins niður á gólf og sagði að hann gæti farið út þarna eða gert eins og hann segði. Rosalegt.