föstudagur, 23. apríl 2004

Bólga

Nú er ég að verða geðveikur á þessu endajaxlahelvíti. Síðan ég vaknaði í morgun hef ég bólgnað og bólgnað í kjaftinum hægra megin og bólgustillandi töflurnar eru búnar. Það er varla hægt að borða svona, hvað þá að vera í skólanum.