föstudagur, 2. apríl 2004

Endajaxl

Hann hefur brotist fram hratt og með miklu offorsi. Tennur biðja vægðar en það er hundsað. "Ekki trufla" segir hann og hlær hrossahlátri og brýst áfram.

Skaðinn er skeður. Kvikindið hefur hreiðrað um sig og fer hvergi. Tannlæknirinn er ráðþrota. Hann vísar á sérfræðinginn. Nú er bara spurning hvað sérfræðingurinn mun segja. Vísar hann á meindýraeyðinn? Endar þetta með fölskum tönnum? Þarf að brjóta kjálkann? Verður borað? Verður sagað? Verður sargað? Verður hlegið?

Þessum spurningum og fleiri verður svarað í endajaxlatöku minni þann 16. apríl næstkomandi klukkan 11. Þá munu helvítis lömbin þagna.