föstudagur, 16. apríl 2004

Nauðgunarlyf í drykki

Það var fjallað um þetta í Fréttablaðinu í dag. Óprúttnir menn hafa stundað það að setja ýmis deifilyf og jafnvel eiturlyf í drykki stúlkna á skemmtistöðum með það að markmiði að gera þær rænulausar og nauðga þeim síðan.
Djöfull verður maður reiður við að lesa um svona mannandskota. Að það séu til svona aumingjar og fífl í samfélaginu. Ef það væri bara hægt að ná þeim. Það ætti að binda þá við staura uppi á hálendi allslausa og láta þá drepast, helst í frosthörkum og blindbyl.
Svo rak mig nú alveg í rogastans þegar ég sá í fjölmiðlum fyrir skemmstu að úti í heimi væru til samtök barnaníðinga sem kölluðu sig NAMBLA. Ég hafði séð áður held ég í South Park þætti eitthvað um þetta NAMBLA, en mig grunaði ekki að það væri til í alvöru. Sérstaklega reitir þetta mann til reiði vegna þess að maður getur ekkert gert í þessu, þótt maður vildi gjarnan láta þessa menn finna til tevatnsins.

Það er hægt að fyrirgefa margt, en svona lagað á ekki að fyrirgefa.