þriðjudagur, 27. apríl 2004

The OC og fóstur

Undanfarið hafa nemendur í bekknum mínum verið að flytja fyrirlestra í ensku um frjáls efni. Tvær stúlkur fjölluðu um fóstur og þroskaskeið þess. Svo var annar stelpnahópur sem fjallaði um sápuóperuna The OC af gríðarlegum áhuga. Lýstu þær vandamálum persónanna og sálarflækjum þeirra og lifðu sig svo inn í þetta að mörgum þótti nóg um. Í síðasta þætti mun t.d. hafa komið í ljós að pabbi Ryans (eða eitthvað) var gay dammdammdammdamm og voru þær stöllur að rifna úr spenningi yfir því hvað skyldi nú gerast í næsta þætti.

Einhverra hluta vegna hef ég ekki séð mér fært að fylgjast með The OC.