mánudagur, 19. apríl 2004

Ég hef alltaf mjög gaman að Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskólann. Síðasti þátturinn af Nýjasta tækni og vísindi var í kvöld og var hann helgaður þessari keppni. Slæmt að þátturinn hætti, af hverju kemur ekki bara nýr umsjónarmaður? Elsti þáttur Sjónvarpsins og einn af þeim betri.