laugardagur, 3. apríl 2004

Cuba Gooding Jr.

Á morgun fer ég til fyrirheitna landsins, Kúbu, ásamt mömmu og Nínu systur. Þar verða heimsmál rædd við Fidel Castro, vindlar reyktir og fleira. Havana og Varadero verða skoðaðar. Ég hugsa að ég muni kaupa nokkra Kúbuvindla, bara til að eiga, því ég ætla ekki að byrja að reykja bara til að geta reykt Kúbuvindla, þótt það væri óneitanlega töff. Svo hafa nokkrir beðið mig að kaupa slíka fyrir sig þannig að kvótinn í því verður líklega fullnýttur. Gestabloggarar skjóta kannski inn pistli eða tveim meðan ég verð utan en ég get engu lofað um það. Svo er ekki óhugsandi að ég bloggi eins og eina færslu frá Kúbu.


Spá mín um sigur Versló í Gettu betur rættist.