fimmtudagur, 8. apríl 2004

Páskahugleiðing um fjölskyldurHvað eru fjölskyldur?

Það er fólk sem flestir eru tilneyddir til þess að lifa með fyrstu ár ævinnar en umgangast allt sitt líf. Þá að minnsta kosti við hátíðahöld, svo sem giftingar, fermingar, jól, páska og fleira (svo dæmi séu tekin fyrir ykkur þorskhausa sem ekki hefðu getað fundið dæmi sjálf), hvort sem viðkomanda líkar betur eða verr.

Hvað ef til dæmis Idi Amin væri pabbi manns? Og Hitler afi manns?
Við segjum þá páskahugleiðingunni lokið að sinni. Verið þið sæl.

Rétt í blálokin vil ég benda á villu sem margir gera. Þeir segja þá ranglega: Veriði sæl.
Rétt skal vera rétt og þetta skulu vera þrjú orð.

Lag færslunnar er Comfortably Numb með Pink Floyd (vona að Ásgeir hafi ekki haft slíkt á sínu bloggi).