fimmtudagur, 29. apríl 2004

Hrósið

Kristján Kristjánsson í Kastljósinu er greinilega farinn að taka sig saman í andlitinu. Hann og Svanhildur tóku Halldór Ásgrímsson og pökkuðu honum alveg saman í Kastljósinu um daginn og var Halldór farinn að svitna verulega undan beittum spurningum þeirra um fjölmiðlafrumvarpið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Kristján sleppa því að klappa stjórnarliða á bakið í viðtali. Ég vil sjá meira af þessu.

Ég er ekki vanur að hrósa sjálfstæðismönnum en ég vil hrósa einum núna. Þorgerður Katrín menntamálaráðherra er langskeleggasti sjálfstæðismaðpur sem ég hef séð auk þess sem hún kemur vel fyrir. Hún var í Kastljósi í gær og tókst bara glettilega vel að verja hið fáránlega fjölmiðlafrumvarp. Annað en Davíð sem oftar en ekki lætur stjórnast af frekju og einræðissjónarmiðum. Já og við skulum ekkert vera að ræða um Björn Bjarnason. Þorgerður væri vel af formannsstóli komin þarna eftir að Davíð hættir.