föstudagur, 16. maí 2003

Sofa

Frönskuprófið var ekkert voðalega erfitt. Ég hækka mig væntanlega frá jólaprófinu. Það þarf ekki mikið til, því ég fékk fjóra á því. Hins vegar var íslenskuprófið frekar strembið og ég þori ekki að leggja höfuðið að veði upp á að ég hafi náð því. En nú er ég farinn að sofa. Svo mun ég læra verulega vel fyrir efnafræðiprófið.