föstudagur, 9. maí 2003

Ríkisstjórn Íslands

Nú hefur Ísland verið undir stjórn Sjálfstæðismanna í tólf ár. Hvað hafa þeir gert á þessum tólf árum annað en að röfla um góðæri, stöðugleika og hagvöxt sem eru uppáhalds orðin þeirra? Fólk virðist vera ansi fljótt að gleyma. Lítum aðeins á afrek þeirra:
-Þeir litu svo á að friðarhreyfingin Falun Gong væru hættulegir glæpamenn, jafnhættulegir og Hellls Angels, og lokuðu þá inni í Njarðvíkurskóla til að byrja með. Svo var þeim sleppt þaðan en þá voru þeir bara handteknir við friðsöm mótmæli.
-Þeir seldu einkavinum sínum hlut ríkisins í Landsbankanum, sem hefur skilað hagnaði í mörg ár.
-Þeir gerðu milljónastarfslokasamning við Þórarinn V. Þórarinsson þegar hann hætti hjá Landssímanum.
-Þeir hafa flutt fyrirtæki út á land til að leysa landsbyggðavandann.
-Þeir hafa selt einkaaðilum ýmis þjónustufyrirtæki. Þessi fyrirtæki sjá sér engan hag í að reka þjónustu úti á landi þar sem þau tapa á því. Þetta er einn liður í því hjá ríkisstjórninni að drepa landsbyggðina.
-Þeir ætla að leysa landsbyggðavandann með því að byggja virkjanir og álver hér og þar. Ekki hefur tekist að sýna fram á hagkvæmni allra þesarra framkvæmda fyrir utan það að töluverð náttúruspjöll hafa hlotist af þessari stefnu.
-Þeir hafa byggt upp "góðærið" sem hefur þó alla tíð bara verið þjóðsaga og hefur aðallega náð til ýmissa ríkisbubba og kvótakónga.
-Studdu stríð í Írak.
-Öryrkjadómurinn.
-Svo var auðvitað magnað að þegar Finnur Ingólfsson var búinn að klúðra flestu sem hægt var að klúðra í ráðherraembætti fékk hann bara stöðu Seðlabankastjóra eins og fínn maður.
-Vöruverð sem er yfir öllum velsæmismörkum.
-Samþykktu tuttugu milljarða ríkisábyrgð fyrir Erfðagreiningu.

Ég gæti eflaust talið ýmislegt fleira upp sem ég man ekki í svipinn. Það er ljóst að sitjandi ríkisstjórn kann ekkert að fara með fé. Það er mikilvægt að þessi ríkisstjórn verði felld á morgun. Það er ekki spurning. Ég vil líka komu einu á framfæri við Davíð Oddsson: Þú getur sjálfur verið kollsteypa.

X-U, ekki spurning.