mánudagur, 5. maí 2003

Lesin stærðfræði

Ég var í lesna stærðfræðiprófinu í dag. Þetta er upp á hámark 5 hjá mér held ég en vona bara það besta.

Loksins er komin ADSL tenging á heimilið. Hún var keypt fyrir tveim mánuðum og mamma er nokkrum sinnum búin að reyna að setja hana í gang án árangurs. Í dag fór hún með tölvuna á verkstæði Símans til að láta líta á þetta. Þeir gátu ekki sett tenginguna á og sögðu að tölvan væri bara að verða ónýt. Það var að sjálfsögðu bölvað bull. Tölvan er tæpra tveggja ára og ólíklegt að hún sé bara ónýt si svona. Síðan prófaði mamma að keyra Windows inn á tölvuna aftur og þá var allt í einu hægt að setja ADSL-ið inn. Magnað.