föstudagur, 9. maí 2003

Gary Grant

Ýmsir frambjóðendur hafa látið ljós sitt skína í kosningabaráttunni. Ég sá einhvern frá Sjálfstæðisflokknum í KoningaSilfri Egils. Hann heitir Bjarni Benediktsson og móðir mín fræddi mig á því að hann væri alveg eins og Gary Grant. Það er víst einhver leikari en ég kann ekki nánari deili á honum. Það sem ég sá var að þessi maður leit út eins og maður úr auglýsingu fyrir þrjátíu árum. Hann er svona maðurinn sem vinnur úti. En konan hans er heimavinnandi húsmóðir. Auglýsingin væri þá þannig að hann kæmi heim úr vinnunni og færði konu sinni ryksugu að gjöf. Svo væru þau bæði skælbrosandi og mjög lukkuleg yfir þessari gjöf mannsins. Það skal tekið fram að þetta væri að sjálfsögðu svarthvít auglýsing. Og textinn væri einhvurn veginn svona:"Ryksugurnar frá Kjarna, vekja lukku hvarvetna". En þetta er bara mín skoðun og að sjálfsögðu er ekki hægt að dæma manninn út frá þessu.