Þjófur!
Ég ætla taka mér það Bessaleyfi að stela hresslegri kaldhæðni sem var linkað á af Batman.is. Þetta var á síðunni dabbivals.blogspot.com og ég birti þetta hér með óklippt og óritskoðað:
"30 GÓÐ RÁÐ TIL AÐ VERA MÓÐGANDI Í JARÐARFÖR
1. Segðu ekkjunni að hinsta ósk hins látna hafi verið að hún svæfi hjá þér.
2. Segðu við útfarastjórann að hann geti ekki lokað kistunni fyrr en þú fynndir linsurnar þínar.
3. Sláðu líkið og segðu að það hafi slegið þig fyrst.
4. Segðu ekkjunni að þú og látni bóndinn hennar hafi verið elskhugar.
5. Biddu einhvern um að taka tækifærismynd af þér og hinum látna takast í hendur.
6. Labbaðu um og segðu fólki að þú hafir séð erfðaskrána og að það sé ekki í henni.
7. Biddu ekkjuna um að kyssa þig.
8. Keyrðu fyrir aftan ekkjuna og stattu á flautunni.
9. Segðu útfararstjóranum að hundurinn þinn hafi látist og biddu hann um að lauma honum í kistuna.
10. Settu harðsoðið egg í munninn á hinum látna.
11. Laumaðu fagnaðarópi inn um gluggann á kirkjunni.
12. Skildu uppstoppaðan hund eftir, liggjandi ofan á hinum látna.
13. Segðu ekkjunni að þú þurfir að fara snemma og spurðu hana hvort erfðaskráin geti verið tilbúin áður en útförinni er lokið.
14. Hvettu ekkjuna að gefa gerfi tréfót hins látna einhverjum fátækum, sem á ekki fyrir eldivið.
15. Laumaðu gsm síma í vasa hins látna og hringdu í hann.
16. Labbaðu um og segðu fólki að hinum látna hafi ekki líkað við það.
17. Notaðu tungu hins látna til að sleikja frímerki.
18. Biddu ekkjuna um peninginn sem hinn látni skuldaði þér.
19. Settu upp söfnun til að safna fyrir spilaskuldum hins látna.
20. Spurðu ekkjuna hvort þú megir fá líkama hins látna til að æfa þig í að tattóvera.
21. Settu tonnatak á varir hins látna áður en ekkjan kyssir hann hinsta kossinum.
22. Mættu á útfarastofuna í trúðabúning.
23. Ef ekkjan grætur, blástu í trompet í hvert skipti sem hún þurrkar sér um nefið.
24. Meðan enginn sér til, laumaðu gerfi drakúlatönnum í munn hins látna.
25. Dreifðu handfylli af ristuðum grjónum á hendur hins látna og æptu: MAÐKAR MAÐKAR og láttu líða yfir þig.
26. Bjóddu upp á veðmál um hve langan tíma það tekur líkið að rotna.
27. Kallaðu ekkjuna bjána um leið og hún tekur handfylli af mold til að dreifa yfir kistuna.
28. Deyfðu beiðni um að líkið yrði stoppað upp í staðinn fyrir að vera grafið.
29. Segðu öllum að þú komir frá skattinum og ætlir að taka kistuna eignarnámi vegna vangoldins virðisauka skatts.
30. Lofaðu prestinum 5000 kalli ef hann verður ekki 0f alvarlegur við bænalesturinn."
laugardagur, 24. maí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|