Skítfallinn
Ég er ansi hræddur um að ég sé fallinn á ólesnu stærðfræðiprófi sem ég var í í dag. Ég þurfti að ná fimm í einkunn til að ná (þar sem ég féll um jólin eins og 60% árgangsins) en þetta var upp á hámark 35 stig, sem hefði dugað til að ná ef ég hefði ekki fallið um jólin. En Ég tek þessu bara og fer í endurtökupróf. Pajdakinn mun líklega kenna mér eitthvað í stærðfræði (og þá sérstakela hornaföllum) áður en ég fer í það próf. Þá á ég að ná því. Enda eru endurtökupróf oftast léttari en hin þótt þau séu úr öllu námsárinu. Sin, Cos, Tan og allt það er nú meira bullið.
þriðjudagur, 6. maí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|