Rosaleg tjaldferð
Ég var að koma úr tjaldferð 4.bekkjar. Hún var svakaleg. Hún byrjaði samt ekkert skemmtilega og fyrstu 2-3 tímana eftir að við komum voru alveg gargandi leiðindi. En svo fór þetta að verða hressara eftir því sem leið á. Síðan var bullandi bisniss. Ég og nokkrir fleiri vöktum alla nóttina. En það er gefið að einn maður vakti ekki alla nóttina. Það var Ívar Kristinsson nokkur í mínum bekk. Hann sást ekkert eftir klukkan fjögur um nóttina. Hann var ekki kominn klukkan þrjú daginn eftir og menn voru búnir að hringja í hann og svona en hann svaraði ekki. Fyrst héldum við að hann hefði farið í sund eða eitthvað og hans var leitað við sundlaugina en var hvergi sjáanlegur. Svo fórum við að velta fyrir okkur hvort hann væri ekki bara kominn heim til sín og hringdum þangað en þar var hann ekki. Klukkan hálf fjögur vorum farnir að hugsa um að láta björgunarsveit vita því drengurinn var ekki enn kominn. Við ákváðum samt að leita meira að honum og fórum, tíu manns, til þess. Við fórum inn í nálægan skóg og gáðum að honum ef ske kynni að hann hefði farið í lautarferð inn í skóg um nóttina. Það var ekkert ólíklegt að honum hefði dottið það í hug:"Æ, það er svo leiðinlegt hérna. Best að fara í lautarferð hérna eitthvað inn í skóginn". Fljótlega sáum við einhvern liggjandi í grasinu. Viti menn, það var umræddur Ívar. Okkur leist ekki alveg á blikuna og héldum að hann væri bara dáinn eða eitthvað, að hann hefði kannski dottið og rotast á steini. En það var hann ekki. Þegar við komum vaknaði hann. Hann hafði bara ráfað einhvert klukkan fjögur um nóttina vel fullur. Svo hafði hann ákveðið að leggja sig uppi á stórum grashól. Hann svaf eitthvað aðeins þar en vaknaði síðan og labbaði eitthvað og lagði sig í grasinu aðeins nær tjaldstæðinu. Þar svaf hann þangað til við komum og vöktum hann klukkan hálffjögur daginn eftir. Það var sól og steikjandi hiti og heiðskír himinn en hann vaknaði ekki við sólina. Hann hafði komið sér makindalega fyrir í grasinu og lét sólina ekkert aftra sér frá því að fá sér smá blund. Ég gæti trúað að hann yrði sæmilega sólbrenndur eftir þetta afrek sitt. Hann hefði örugglega sofið töluvert lengur ef við hefðum ekki gerst ósvífnir og vakið hann.
En það var ýmislegt fleira gert í tjaldferðinni en að leita að Ívari. Alls konar læti. Leikið var á gítar fram á morgun. Svo, um sjöleytið, voru komnar af stað mjög heimspekilegar umræður hjá okkur sem enn vorum vakandi og m.a. var rætt um stærðfræðina í MR. Það var rætt um helvítis tangens og kótangens og sínus og kósínus og ég held að það sé ekki spurning að Jósep komst að réttu niðurstöðunni um það allt: Það voru nokkrir stærðfræðingar saman komnir í ærlegt partí heima hjá Pýþagórasi og voru að taka inn sveppi og ýmis önnur efni. Svo voru þeir komnir í væna vímu og einn þeirra sagði:"Hei! Ég var að finna nýtt stærðfræðihugtak:Tangens. Fokkin tangens maður! Eruð þið að ná þessu? Tangens af horninu v." og hinir sögðu:"Snilld, maður, þú ert sniiiillingur!" svo leið smá tími og einhver annar stærðfræðingur sagði:"Hei ég er að toppa hugmyndina sem þú fékkst áðan: Kótangens! Strákar, við erum að tala um kótangens: fokkin einn deilt með tangens af vaff! Það er kótangens" og hinir:"Aaaaahhhahahahahahahahhaahha! Djöfulsins öskrandi snilldin. Við erum sniiillingar!". Og upp frá þessu hafa tangens og kótangens verið lykilhugtök í stærfræði. Svo fundu þeir upp sínus og kósínus á tilsvarandi hátt.
Í hnotskurn: Öskrandi hressileg tjaldferð. Fjórar stjörnur af fimm mögulegum.
Lokaorðin eru fengin úr Árbók Framtíðarinnar, mottó Henriks:"Þessi tangens er hálfviti"
föstudagur, 23. maí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|