fimmtudagur, 8. maí 2003

Ferskleiki?

Munnlegt dönskupróf á morgun og stúdentspróf í dönsku. Meiri ósköpin að taka þriggja tíma próf. Það þarf ýmislegt að rifja upp fyrir skriflega prófið. Meðal annars bókina "Den kroniske uskyld" sem ég las helminginn af fyrir jól og hef aldrei klárað. En ég veit samt um hvað sagan snýst. Fáránlegt að útskrifast úr dönsku núna. Ég hefði alveg viljað eitt ár enn. Þetta er það auðvelt fag og það er mjög gott að hafa eitthvað af skítléttum fögum til að koma upp á móti stærðfræðinni. Munur að hafa þetta svona útjafnað.