Mesta törnin að baki
Í dag var ég í efnafræðiprófi og þá er bara enskuprófið eftir. Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Ég var nokkuð vel lesinn en tímaskortur kom samt upp eins og venjulega. En ég er að smella sexunni á þetta ef ég er heppinn, sem er nú bara dágott miðað við að þetta er efnafræði. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið og það er gefið að ég verð eitthvað að læra fyrir enskuprófið á morgun.
mánudagur, 19. maí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|