föstudagur, 30. maí 2003

Öss

Ég lærði 8 tíma í gær en fimm í dag sem er ómögulegt og ekki nógu gott. Ég læri kannski einn í viðbót og les síðan í Egils sögu.

Í gær fór ég á úrslit innanskólaræðukeppninnar Sólbjarts. Þau voru haldin lengst úti í rassgati á Seltjarnarnesi í einhverri sjálfstæðiskompu sem var ekki einu sinni stærri en Casa. Ég fór ásamt Garcia og Pajdak og það tók óendanlega langan tíma að finna þetta, enda á fáránlegum stað. Þetta var í sama húsi og eitthvað SPRON útibú og þegar við vorum að leita að þessu sáum við Gunnar Eyþórsson koma þarna út og stíga inn í einhverja bifreið. Við íhuguðum að spyrja hann hvort þetta væri rétti staðurinn en svo "nei, það er bara vitleysa að vera að því. Eltum hann bara" og svo eltum við Gunnar Eyþórsson á bílnum eins og einhverjir vitfirringar. Eftirförinni lauk á Subway þar sem Gunnar fékk sér að éta eða eitthvað. En svo hringdum við í einhvern til að spyrja að þessu og í ljós kom að þetta var einmitt staðurinn.

Við sáum bara síðustu ræðuna í fyrri umferð og svo alla seinni umferðina. Þetta var ágætasta keppni en mér fannst reyndar 4.B töluvert mikið betri. Ræður 5.M voru frekar slappar, nema síðasta. Það voru ágætis rök í henni en vantaði allt glens. 4.B er vel af titlinum kominn. Svo var einhver skemmtun en ég sá mér ekki fært að mæta á hana vegna þriggja ógnvænlegra endurtökuprófa sem ég þarf að taka.