Bomba
Prófum er lokið. Tjaldferð er handan við hornið, það er að segja ef ég fæ far. Í dag frétti ég nefnilega að ég get ekki fengið far þar sem ég ætlaði að fá far, svo allt er í upplausn. En þessu verður reddað einhvurn veginn vona ég. Síðan verður bara bullandi frí þangað til 2.júní. Þá fer ég að vinna. Áðan eftir prófið ákváðum við drengirnir að fara í einhverja vitleysu, óvissuferð í strætó. Við tókum fjarkann og enduðum í MH. Við skoðuðum okkur um þar þangað til húsvarðarandskotinn kom og rak okkur út. Guðs hús er öllum opið en það sama á greinilega ekki við um MH. Húsvörðurinn var mjög fúll og sagði að skólinn væri ekkert opinn fyrir hvern sem er. Svo vísaði hann okkur út. Skandall. Ef einhver á laust sæti í bíl í tjaldferðina, jafnvel tvö, má sá hinn sami endilega láta mig vita.
þriðjudagur, 20. maí 2003
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|