Árshátíð Skólafélagsins
Árshátíðin í gær var sú allrabesta á ferli mínum í MR. Papar léku fyrir dansi og það var snilld."Við drekkum Jameson" og fleiri stuðlög voru leikin í rífandi stemningu.
Ég byrjaði á því að mæta í mat hjá Óla þar sem slatti af fólki var saman kominn. Étnar voru pizzur undir dúndrandi dinnermúsík og spjalli og drukkinn var bjór með. Síðan var ætlunin að skella sér í partí hjá Gretti og þaðan í mitt bekkjarpartí sem var í Stúdentakjallaranum með tveimur öðrum bekkjum. En áætlanir breyttust eitthvað og endaði þannig að ég fór í partí hjá
Tinnu en hvorki til Grettis né í Stúdentakjallarann. Það var mjög gott partí og á Tinna hrós skilið fyrir viðvikið. Þar slurkaði ég í mig lítersFaxe og nokkrum litlum Föxum (500mL bjórar heita núna "litlir" síðan ég uppgötvaði lítersFaxann). Allir voru hressir og kátir. Svo var ferðinni heitið á Broadway á ballið. Þar var mjög leiðinleg dyragæsla sem spurði alla um skilríki (í fyrsta sinn sem það er gert) og orsakaði teppu og algjört öngþveiti fyrir utan. Ég komst inn bara rétt áður en hætt var að hleypa fólki inn klukkan eitt. Loksins þegar inn var komið tók frábær stemning við sem Papar héldu uppi. Sungið var og dansað og fólk lék á als oddi eins og við var að búast. Besta árshátíð sem ég hef komið á. Ballið var búið klukkan að verða þrjú. Þá var Taxi tekinn upp á Select í Breiðholti þar sem ég, Tómas og Grettir áttum óuppgerð mál við einhverja meli (segi svona). Sko, þegar Gummi skalli, Tómas tönn og Grettir sterki mæta á Select í gettóinu skal fólk vara sig. Grillaðar pylsur með kartöflusalati eru alveg nauðsynlegar eftir svona skrall. Síðan kom ég heim klukkan rúmlega fimm eftir frábærlega heppnað kvöld. Konungsins sveifla! Setning kvöldsins hjá mér var "Hvaða siðferði hefur þú?" en hún er fengin frá Árna Johnsen úr frægu Kastljósviðtali við hann sem ég sá á spólu um daginn. Hann sagði reyndar "Hvaða siðfræði hefur þú?" en hverjum er ekki sama. Ég gat augljóslega ekki notað nákvæmlega sömu setningu, það hefði verið heimildastuldur. Setninguna notaði ég við hvert tækifæri en hún naut mismikillar hylli og var t.d. ekki vinsæl hjá dyravörðunum. Maður var svolítið laminn og svona. Nei,nei.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem gerðu magnað kvöld að veruleika: Óli fyrir matinn, Tinna fyrir partíið, Papar fyrir músík, Skólafélagið fyrir vel skipulagða árshátíð, Árni Johnsen fyrir setningu kvöldsins og Select fyrir pylsur. Sjálfsagt gleymi ég einhverjum en ekki er hægt að nefna alla í stuttri samantekt sem þessari.
Myndir af árshátíðinni má finna á eftirfarandi stöðum:
Heilabú.net
Rugl.is
flass.net