mánudagur, 13. október 2003

Johnny Cash og Muse

Mér áskotnuðust tveir geisladiskar í dag. Muse-Absolution og Johnny Cash-Johnny Cash's Greatest Hits Volume 1.
.

Það eru komnar glæsilegar skreytingar niðri í Cösu fyrir árshátíðina næsta fimmtudag. Þemað er Heimur Faraós þannig að allt er skreytt í Egypskum stíl. Það sem mér finnst verst við þetta er að skreytingarnar eru alltaf teknar niður strax eftir árshátíð. Þær kosta nú ekki lítið þessar skreytingar þannig að það mætti alveg leyfa þessu að tóra lengur en gert er. Fólk verður nú ekki þreytt á þessu alveg strax. Það ætti frekar að láta þetta hanga, þangað til einn mánudagsmorguninn að nokkrir nemendur eru handónýtir eftir helgi og fúlir og leiðir á öllu, þá berja þeir í einhverja mynd af Faraó tautandi "Fokking Faraó" og hrifsa þetta niður af veggjunum. Það væri mun skynsamlegra og náttúrulegra en að láta fólkið sem skreytti svona vel rífa afraksturinn niður eftir eina viku. Það er sóun.

Ný síða hefur litið dagsins ljós úr smiðju Ólafs Þórissonar og félaga. Hitti ég pilt í strætó 111 áðan og var hann hress að vanda og mælti m.a. með nýrri síðu og slíku.