fimmtudagur, 9. október 2003

Með tossastimpil á rassgatinu

Haraldur veðurfræðingur hefur verið í fréttum síðustu daga eftir að hann gagnrýndi harðlega stærðfræðikennslu í grunnskólum landsins. Hann sagði að stór hluti nemenda útskrifaðist úr grunnskóla með "tossastimpil á rassgatinu". Ég held að hann hafi bara blússandi rétt fyrir sér og kerfið sé gagnrýnisvert að þessu leyti. Það þarf að endurskoða námsskrána. Meiri reikningsþjálfun og minna rugl.

En svo má líka benda á það að stór hluti nemenda eru hreinlega húðlatir og nenna ekki að læra og eiga ekkert heima í bóknámi. Þetta spilar allt saman.