þriðjudagur, 28. október 2003

Ís og popp

Það er orðið hart þegar menn eru orðnir háðir Maxi poppkorninu sem fæst í Hallanum og éta poka á dag hið minnsta. Það gildir einmitt um mig. Rosalega gott popp. Og svo er það líka gott fyrir heilann. Svo sullar maður þessu um allt í tímum, sjálfsagt við lítinn fögnuð skúringakonunnar sem þrífur bekkjarstofuna mína. Hún hefur örugglega blótað þessu helvítis andskotans popphænsni oft og lengi. Einnig vekur slíkur sóðaskapur og popppokaskrjáfur lítinn fögnuð hjá Önnu Arinbjarnar enskukennara, mjög lítinn fögnuð. En ég er farinn að bæta mig og sulla minna poppi. Það er bara svo gaman í tímum í MR, bara eins og bíó þannig að popp er nauðsynlegt. HA! Kennararnir endalaus uppspretta skemmtunar. Segðu.

Jájá. Svo er ég síétandi ís þessa dagana, ekki þó í MR. Súkkulaðiís og vannuiluís eru vinsælir. Þessu verður að linna. Það vantar meðferðarúrræði fyrir svona menn.

Ég skelli í mig tveimur pokum af poppi á morgun.