þriðjudagur, 21. október 2003

Plötugagnrýni

Í plötugagnrýni í dag er nýjasta plata rokkbandsins Muse, Absolution, til umfjöllunar. Um er að ræða hagleikssmíð frá piltunum. Platan rúllar hnökralaust í spilaranum. Ef ekki, er spilarinn bilaður. Melódískir rokkslagarar prýða diskinn. Ein af fáum plötum sem ég kann að meta strax við fyrstu hlustun og er það ekki amalegt. Ef þessi diskur er ekki snilldarverk, skal ég hundur heita.

Mæli sérstaklega með lagi nr. 8, Hysteria, rosalegt kvikindi. Alveg svakalegt félagi.

Einkunn:fjórar og hálf stjarna af fimm að minnsta kosti. Rokkar á bilinu fjórar og hálf til fimm.