föstudagur, 31. október 2003

Hænublundur

Fokk, ég missti af Sólbjartsopnunarkeppninni niðri í skóla í dag. Steingleymdi henni. Ég lagði mig fljótlega eftir að ég kom úr skólanum, vaknaði síðan við símann, síhringjandi núna rétt fyrir sjö. Ég var búinn að berja vekjaraklukkuna sem átti að vekja mig eftir klukkutímablund tvisvar sinnum niður. Gott að það er sterkt í þessu. Síðan er ég allur hálfruglaður núna. Einhvern veginn þarf ég að reyna að koma mér almennilega á lappir. Ég er handónýtur núna. Voðalegt að lenda í svona.

Helgi Hós í bíó á eftir. Ég mæti þangað.