Punggrip og stærðfræðikeppni
Íslendingar töpuðu leiknum gegn Þjóðverjum og eru dottnir út. Dæmt var af þeim mark sem virtist löglegt sem Hermann Hreiðars skoraði, smá tog, en aðallega bara barátta um boltann. Hermann sagði eftir leikinn að Þjóðverjinn hefði líka gripið í punginn á honum þegar hann skoraði. Helvítis melurinn. Svo var þessi Hinkel melur líka. Braut illa á Indriða. Fuss!Ég mætti í stærðfræðikeppni niðri í MR í morgun. Maður þarf að vera eitthvað andlega vanheill til þess að láta hafa sig í að keppa í stærðfræði klukkan 10 á laugardagsmorgni. En hitt er annað mál að mér gekk bara sæmilega, enda tók ég neðra stig. En það er ekki spurning að þetta er ágætis þjálfun og það er fyrir öllu. Veitir ekki af enda ætla ég að ná 4.bekk núna, helst með þokkalegar einkunnir.
Nói albínói rakaði að sér Edduverðlaunum. Ekki að undra. Ég held svei mér þá að það sé besta mynd sem ég hef séð. Ég vona að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna líka.
|