fimmtudagur, 23. október 2003

Heimspeki

Hvers vegna?
Til hvers að sofa? Maður vaknar hvort sem er aftur.
Til hvers að vakna? Maður fer hvort sem er að sofa aftur.
Til hvers að borða? Maður verður hvort sem er svangur aftur.
Til hvers að taka til? Það þarf hvort sem er að taka til aftur.
Til hvers að fara í sturtu? Maður verður hvort sem er skítugur aftur.
Til hvers að fara í skólann? Maður fer hvort sem er heim aftur.
Til hvers að fara úr skólanum? Maður fer hvort sem er aftur í skólann.
Til hvers að fara í frí? Maður þarf hvort sem er að vinna aftur.

Hver veit? Það veit enginn.
***
Já, ég veit að þetta er steikt færsla. Þetta er nýja heimspekiljóðið mitt. Ég er kannski eitthvað illa að mér í líffræði og almennri skynsemi.