miðvikudagur, 22. október 2003

Slordónar og hyski

Alls konar slordónar og hyski virðast flækjast inn á þessa síðu ef marka má teljari.is. Ég var að kíkja á teljarann minn á teljari.is. Það er einhver fítus þarna sem gerði mér kleyft að sjá hvaðan fólk hafði komið inn á þessa síðu (af hvaða síðum) með því að smella á tengla. Einnig var hægt að sjá þegar fólk hafði villst inn á síðuna eftir að hafa slegið orð eða setningar inn í leitarvélar. Þá var unnt að sjá hverju hafði verið flett upp á leitarvélunum. Meðal annars höfðu einhverjir flett upp "allsber sturtu", "sigurður kári keyrir fullur", "hemmi gunn dáinn" og "davíð oddsson lag" og allir höfðu þeir flækst inn á mína síðu eftir slíka leit. Svo var mjög algengt að fólk hafði slegið inn "kebab" á franska leitarvél og lent á mína síðu eftir það.

Það er greinilega rannsóknarefni hvað fólk slær inn í leitarvélar.